Úrval - 01.06.1942, Síða 122

Úrval - 01.06.1942, Síða 122
120 ÚRVAL höfðu birgt sig upp af benzíni. Þegar nóttin datt á, blasti við okkur sú ægilegasta sjón, sem við höfðum nokkurn tíma séð. Það olli okkur nærri því líkam- legs sársauka að sjá eldtung- urnar, sem teygðu sig fjallhátt upp í himininn og lýstu upp allt vesturloftið. London var að brenna —• London, sem hafði verið þúsund ár í smíðum. Kol- dimm reykjarský huldu norður- himininn frá borginni allt út að Norðursjónum. Þessi nótt var eins og opinberun Jóhannesar. Aftur og aftur komu þýzku flugvélarnar, tvær og þrjár í einu. Þegar á leið nóttina tók að hvessa og kólna og við breiddum heyið ofan á okkur til að hlýja okkur. Að lokum ókum við til gistihúss í Gravesend og sváfum þar í öllum fötunum á meðan skothríðin dundi, flug- vélarnar æddu um loftið og sprengjurnar féllu í grend við okkur á báðum bökkum Thems- ár. — Um morguninn ókum við aft- ur til London, þar sem eldarnir geisuðu ennþá — 12 olíugeym- ar ensk-ameríska olíufélagsins stóðu í björtu báli. Við sáum hrundar verksmiðjur, brennandi skipakvíar og sprengjugígi. Sums staðar stóðu lögregluþjón- ar á verði um tímasprengjur, sem sprungið gátu á hverri stundu. Og mitt í allri þessari eyðileggingu í East End, fá- tækrahverfi borgarinnar, stóðu menn og konur á götunum með aleigu sína í fanginu og biðu eftir því að vera flutt í burtu. Orustan um London var byrj- uð, og á þessum fyrsta sunnu- degi hennar fannst okkur öllum sem hrun siðmenningarinnar væri óumflýjanlegt. Undir eins og skyggja tók komu flugvélarnar, hver hópur- inn á fætur öðrum með stuttu millibili, allt til morguns. Ég ákvað að hætta á að sofa í rúmi mínu á Waldorfhótelinu. En eins og aðrir borgarbúar taldi ég aðeins tímana þar til dagur rann. Uppi yfir okkur voru sí- felldar flugvéladrunur, ýmist vaxandi eða lækkandi. Stundum lék húsið á reiðiskjálfi, stund- um flýði ég inn í baðherbergið (af því að það var lítið, fannst mér það vera öruggara), lagð- ist þar endilangur á gólfið, tróð fingrunum upp í eyrun og gapti til þess að varna því að tenn- urnar í mér brotnuðu, þegar sprengjurnar sprungu. Nú í fyrsta skipti heyrði ég röð af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.